Fara í efni

Gengið í Gamla

Nemendur og kennarar mættir í Gamla.
Nemendur og kennarar mættir í Gamla.

Í útivistaráfanganum HREY1ÚT01 á þessari önn hafa nemendur farið með kennurum sínum í hinar ýmsu ferðir og heimsóknir. Í vikunni var fimmta útivistarferðin og var að þessu sinni gengið upp í skálann Gamla frá tjaldsvæðinu á Hömrum, en skálinn er í fjallshlíðinni fyrir ofan Kjarnaskóg.

Á önninni hefur í þessum útivistaráfanga verið farið á gönguskíði, svigskíði/bretti og farið í heimsóknir til Björgunarsveitarinnar Súlna og í Skautahöllina á Akureyri.

Í áfanganum geta nemendur ákveðið að taka þátt í öllum þessum fimm eða sex skipulögðu ferðum eða farið í fjórar og tekið svo eina aukaferð sjálfir. Nemendur gera þá grein fyrir aukaferðinni með skýrslu, myndum og/eða með því að sýna leið með hreyfiappi.