Fara í efni

Gengið að Skólavörðu

Gönguhópurinnn við Skólavörðu í Vaðlaheiði.
Gönguhópurinnn við Skólavörðu í Vaðlaheiði.

Í vikunni gekk vaskur hópur nemenda í útivistaráfanga og nokkrir af starfsmönnum skólans upp að Skólavörðu í Vaðlaheiði. Gönguveðrið var eins og best verður á kosið og útsýnið var vitaskuld fyrsta flokks. Þessar myndir voru teknar í Skólavörðugöngunni.

Útivistaráfanginn er valáfangi í VMA og er einn hreyfiáfanganna sem nemendum á nokkrum brautum skólans stendur til boða. Aðrir hreyfiáfangar eru jóga, líkamsrækt og boltaíþróttir.