Fara í efni

Gengið að Skólavörðu

Sælir og glaðir nemendur við Skólavörðu.
Sælir og glaðir nemendur við Skólavörðu.

Heilbrigð sál í hraustum líkama! Það eru gömul sannindi og ný og eiga alltaf jafn vel við.

Það er ekki nóg að sitja á skólabekk og innbyrða mikið af upplýsingum, það þarf líka að rækta líkamann og hvað er betra til þess en einmitt að bregða sér í útivistargallann og ganga á fjöll? Það var einmitt það sem kennararnir Arnsteinn Ingi Jóhannesson og Kristján Bergmann Tómasson gerðu með nemendum sínum í útivistaráfanga í síðustu viku. Hópurinn gekk upp að Skólavörðu í Vaðlaheiði, sem er vinsæl gönguleið. Hæfilega erfið og vel þess virði – útsýnið úr Vaðlaheiðinni svíkur sannarlega ekki.

Nokkrir fleiri kennarar slógust með í för. Fátt hleður batteríin betur en að anda að sér fjallaloftinu.

Þó svo að veturinn hafi minnt aðeins á sig um liðna helgi er aftur komin þessi líka fína og milda hausttíð og horfurnar eru fínar út vikuna. Það er því um að gera að nýta góða veðrið og ganga á fjöll!