Fara í efni

Gengið á fjöll og hjólað

Nokkrir nemendur við Harðarvörðu á Hlíðarfjalli.
Nokkrir nemendur við Harðarvörðu á Hlíðarfjalli.
Núna á haustönn er sem fyrr boðið upp á útivistaráfanga sem samanstendur af sex göngu- eða hjólaferðum. Til þess að fá áfangann metinn þurfa nemendur að ljúka fjórum ferðum. Nú þegar eru tvær slíkar ferðir að baki og sú þriðja verður nk. þriðjudag, ef verður verður hagstætt.

Núna á haustönn er sem fyrr boðið upp á útivistaráfanga sem samanstendur af sex göngu- eða hjólaferðum. Til þess að fá áfangann metinn þurfa nemendur að ljúka fjórum ferðum. Nú þegar eru tvær slíkar ferðir að baki og sú þriðja verður nk. þriðjudag, ef verður verður hagstætt.

Um er að ræða bæði göngu- og hjólaferðir og segir Jóhann Gunnar Jóhannsson, brautarstjóri íþróttagreina, að farið sé í ferðirnar seinnipart dags, eftir að kennslu lýkur. Í fyrstu tveimur ferðunum var gengið á fjöll í nágrenni Akureyrar – fyrst var gengin svokölluð þingmannaleið upp á Vaðlaheiði og síðan var gengið upp að Harðarvörðu á Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Næstkomandi þriðjudag verður síðan gengið á Súlur. Stefnt er að því að fimmta ferðin verði hjólaferð.

Jóhann Gunnar segir að rösklega 60 nemendur séu skráðir í þennan áfanga og eru þeir allir á öðru, þriðja og fjórða ári í náminu. Hann segir að ferðirnar séu skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni íþróttakennslu, en ferðirnar eru yfirleitt nálægt þremur tímum.

Hér eru myndir sem voru teknar í ferðinni upp á Vaðlaheiði.