Fara í efni  

Gaman ađ skapa

Gaman ađ skapa
Jóhanna Madsen.

Ef til vill má orđa ţađ svo ađ Jóhanna Madsen hafi ekki fetađ venjubundna slóđ á menntaveginum. Á sínum tíma fór hún á málabraut Menntaskólans á Akureyri og brautskráđist stúdent ţađan voriđ 2013. En eins og oft vill verđa međ ungmenni á ţessum aldri vissi Jóhanna ekki hvađ hún ćtlađi ađ verđa ţegar hún yrđi stór.

Jóhanna segist ekki leyna ţví ađ í sér sé eilítiđ flökkueđli og ţví hafi hún fariđ veturinn 2009-2010 sem skiptinemi til Portúgals. „Ég grenjađi fyrsta mánuđinn en síđan lagađist ţetta fljótt og dvölin ytra var mér dýrmćt og góđ reynsla auk ţess sem ég lćrđi portúgölsku,“ rifjar Jóhanna upp og brosir.

Fyrstu mánuđi ársins 2013 var hún í Afríku – á sama tíma og samstúdentar hennar voru ađ ljúka viđ fjórđa bekkinn í MA. Jóhanna lagđi hart ađ sér ađ ljúka stúdentsprófinu fyrir áramót 2012-2013 og tókst ţađ međ ţví ađ taka nokkur fög í fjarnámi en hún útskrifađist síđan međ félögum sínum voriđ 2013, sem fyrr segir.

En ţá var ţađ stóra spurningin, hvađ skyldi Jóhanna gera eftir stúdentspróf. Hún segist hafa skođađ nám í fjölmörgum háskólum en engin námsbraut hafi heillađ hana upp úr skónum.

„Ţegar ég fór síđan ađ hugsa til baka og velta fyrir mér hvađ mér fannst skemmtilegast ađ gera ţegar ég var yngri ţá staldrađi ég viđ smíđar. Ég er uppalin á sveitabć á Skriđdal og ţar var mađur alltaf eitthvađ ađ brasa og í grunnskólanum á Egilsstöđum fannst mér alltaf gaman ađ smíđa. Niđurstađan var ţví sú ađ fara í húsasmíđi.  Mig langađi til ađ standa svolítiđ á eigin fótum og fór ţess vegna til Reykjavíkur og tók fyrsta áriđ í Tćkniskólanum. Borgarlífiđ heillađi mig hins vegar ekki, ég nennti ekki ađ vera stöđugt í umferđarteppu og ţví ákvađ ég koma aftur norđur og fara í VMA. Ég byrjađi ţar á öđru ári í húsasmíđinni núna í haust.  Ţegar ég horfi til baka er ég sátt viđ ađ hafa fariđ suđur og tekiđ ţar fyrsta áriđ en ég er líka mjög ánćgđ međ ţá ákvörđun ađ hafa komiđ aftur norđur og fariđ í VMA. Ég er mjög ánćgđ međ skólann og kennsluna hér. Hér eru ekki eins margir nemendur og fyrir sunnan og ađstađan hér er fyrsta flokks. Ég hef alltaf fariđ mínar eigin leiđir og ákvörđun um ađ fara í húsasmíđi kom frá hjartanu. Ég nýt námsins, ţađ er gaman og gefandi ađ skapa eitthvađ og sjá hlutina verđa til. Ég vann hjá byggingarfyrirtćki hér á Akureyri síđastliđiđ sumar og líkađi ţađ ljómandi vel. Smíđarnar eiga vel viđ mig,“ sagđi Jóhanna Madsen.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00