Fara í efni  

Galdurinn á bakviđ eldamennskuna

Galdurinn á bakviđ eldamennskuna
Grunndeildarnemendur í eldhúsinu.

Á haustönn hófu 33 nemendur nám í grunndeild matvćla- og ferđagreina en ţeir fá ţar innsýn í bćđi eldamennsku og ţjónustustörf. Ţetta er annađ áriđ sem námiđ er samkvćmt nýrri námsskrá sem hefur aukna áherslu á ađ mennta starfsmenn fyrir ţá vaxandi atvinnugrein sem ferđaţjónustan í landinu er.

Fáir sáu fyrir ţann gríđarlega vöxt sem hefur veriđ í íslenskri ferđaţjónustu. Á ţessu ári gćtu erlendir ferđamenn sem sćkja landiđ heim orđiđ um 1,6 milljónir, sem er algjör sprenging ef horft er fimm ár aftur í tímann. Og ţessi mikla fjölgun erlendra ferđamanna hefur ađ vonum kallađ á fjölgun gistihúsa, hótela og síđast en ekki síst veitingahúsa. Vandamáliđ er hins vegar ađ of fátt fagmenntađ fólk er í landinu – bćđi kokkar og ţjónar – til ţess ađ mćta ţessum mikla vexti. Ţess vegna gegna ţeir skólar sem kenna áđurnefndar greinar – t.d. VMA – afar mikilvćgu hlutverki fyrir ţessa vaxandi atvinnugrein. Störfin hreinlega bíđa eftir öllum ţeim kokkum og ţjónum sem ljúka ţessu námi.

Áđur en nemendur geta lćrt hvort sem er ađ verđa kokkar eđa ţjónar ţurfa ţeir ađ fara í grunndeild og ţar lćra ţeir ađ sjálfsögđu öll grundvallaratriđin í ţví ađ elda og ţjóna til borđs. Í brautarlýsingunni segir m.a.: Námiđ er undirbúningur fyrir iđnnám í matreiđslu, bakstri, framreiđslu og kjötiđn en einnig er ţađ undirbúningur fyrir frekara nám í matartćkni og/eđa í ferđaţjónustu.

Á dögunum fylgdumst viđ međ nemendum í grunndeild matvćla- og ferđagreina í VMA undirbúa máltíđ ţar sem á borđum var m.a. lax og dýrindis súpa. Margar hendur voru á lofti og kennararnir, Marína Sigurgeirsdóttir og Valdemar Pálsson, sýndu nemendum réttu handbrögđin. Ţessar myndir voru teknar viđ ţađ tćkifćri.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00