Fara í efni

Gabbdagurinn 1. apríl!

Í dag er 1. apríl. Páskaleyfi að viku liðinni og það styttist með hverjum deginum í vorið. En 1. apríl er auðvitað fyrst og fremst merkilegur fyrir þá viðteknu venju að halda upp á daginn með því að gabba fólk. Það sem sagt varðar ekki við landslög að segja ekki hundrað prósent rétt frá í dag og toppurinn er auðvitað að láta fólk hlaupa apríl, eins og það er kallað. Þá gengur gabbið fullkomlega upp.

Á vefnum Íslenskt almanak má sjá margvíslegan fróðleik um þennan merka dag.

Fyrsti apríl er ekki bara gabbdagur á Íslandi, hann er þekktur fyrir græskulaust gaman og hrekki út um allan heim. Á ensku heitir dagurinn April Fool's Day.