Fara efni  

Sumari handan vi horni

Sumari handan vi horni
Fr vinstri: Gurn, Auur og Sley Kristn.
svo a essa dagana s ftt sem minni sumari segir almanaki okkur a a er komi, hfst me formlegum htti gr, sumardaginn fyrsta. Sklari er v sustu metrunum, sasti kennsludagur er nk. rijudag og san taka vorannarprfin vi.

Þó svo að þessa dagana sé fátt sem minni á sumarið segir almanakið okkur að það er komið, hófst með formlegum hætti í gær, á sumardaginn fyrsta. Skólaárið er því á síðustu metrunum, síðasti kennsludagur er nk. þriðjudag og síðan taka vorannarprófin við.

Heimasíðan hitti þrjár stúlkur frá Akureyri, Auði Þorsteinsdóttur, Sóleyju Kristínu Jónsdóttur og Guðrúnu Harðardóttur, sem allar hafa verið á almennri braut í vetur, í löngufrímínútum. Þær sögðust allar vera farnar að horfa vonaraugum til sumarsins, langur námsvetur að renna sitt skeið og sannarlega einnig langur vetur í veðurfarslegu tilliti.  Þær stöllur sögðust allar vera ánægðar með þetta fyrsta ár sitt í VMA og áfangakerfið hafi hentað þeim vel. Auður sagðist vera búin að ákveða sig með framhaldið, hún ætlaði í bifvélavirkjun. Sóley Kristín og Guðrún sögðust hins vegar ekki vera búnar að ákveða endanlega hvaða leið þær myndu velja.

Að loknum prófum í maí liggur leið þeirra allra út á vinnumarkaðinn. Auður sagðist reyndar ekki vera búin að fá vinnu, en Sóley Kristín sagðist ætla að vinna hjá SAH Afurðum á Blönduósi, sem rekur þar sláturhús, en hún starfaði þar einnig sl. sumar. Sóley segist þekkja vel til á Blönduósi, enda hafi fjölskyldan búið þar lengi vel, en flutti til Akureyrar fyrir nokkrum árum. Guðrún mun vinna hjá Norðlenska á Akureyri í sumar, eins og sl. sumar.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.