Fara í efni

Fyrsti skóladagur nýnema 20. ágúst

Nú eru undirbúningur fyrir haustönn 2018 í fullum gangi og brátt fyllist skólinn af lífi og fjöri. 

Við byrjum á því að taka á móti nýnemum (fæddir 2002/2003) mánudaginn 20. ágúst. Þeir fá stundatöflur sínar afhentar í Gryfjunni frá kl. 8.30. Klukkan 9 eiga allir nýnemar að vera í Gryfjunni þar sem umsjónarkennarar og starfsfólk skólans taka á móti þeim. Eftir stutta móttöku í Gryfju fara umsjónarkennarar með umsjónarnemendur sína í kennslustofu þar sem farið verður yfir ýmisa praktíska hluti hvað varðar það að vera nemandi í VMA. Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum. 

Nýir og endurinnritaðir nemendur (fæddir 2001 og eldri) eru boðaðir á fund mánudaginn 20. ágúst kl. 11 í M01 og hitta námsráðgjafa sem fara yfir ýmsar upplýsingar varðandi skólann og skólastarf.

Á mánudeginum og fyrstu daga annarinnar verður hægt að kaupa annarkort í mötuneyti skólans, sjá einnig á heimasíðu Matsmiðjunnar

Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í Innu fimmtudaginn 16. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 21. ágúst.