Fara í efni

Fyrsti námshópurinnn í heilsunuddi

Nemendur í fyrsta námshópnum í heilsunuddi í VMA.
Mynd: María Albína Tryggvadóttir.
Nemendur í fyrsta námshópnum í heilsunuddi í VMA.
Mynd: María Albína Tryggvadóttir.

Heilsunudd er ný námsbraut sem var ýtt úr vör við VMA núna á haustönn. Námið er blanda verklegs og bóklegs náms og er í fjórar annir. Auk þess þurfa nemendur að lokið ákveðnum starfstíma til þess að fá starfsréttindi sem heilsunuddari. Hér er lýsing á náminu.

María Albína Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur og brautarstjóri sjúkraliðabrautar við VMA, kennir verklega hluta námsins og er hann í lotum aðra hverja helgi í VMA. Kennt er síðdegis á föstudögum, allan laugardaginn og hluta úr sunnudegi.

Grunnur nemenda er mismunandi, sumir hafa lokið hlut þeirra bóklegu faga sem kennd eru, aðrir ekki. Meðal þeirra bóklegu greina sem nemendur þurfa að kunna skil á og gefst kostur á að taka í fjarnámi má nefna líffæra- og lífeðlisfræði, vöðvafræði og sjúkdómafræði.