Fara í efni  

Fyrsta sveinspróf í matreiđslu utan höfuđborgarsvćđisins

Fyrsta sveinspróf í matreiđslu utan höfuđborgarsvćđisins
Ţau luku sveinsprófi í matreiđslu. Myndir: HFriđj.

Ţađ voru sannarlega merk tímamót í gćr í sögu Verkmenntaskólans á Akureyri og um leiđ í matreiđslunámi á Íslandi er tíu nemendur luku sveinsprófi í matreiđslu. Ţetta er í fyrsta skipti sem sveinspróf er haldiđ í matreiđslu í VMA og utan höfuđborgarsvćđisins. Nemendurnir tíu sem ţreyttu sveinsprófiđ hafa allir veriđ í ţriđja bekk í matreiđslu á ţessari önn og stađiđ sig mjög vel. Allir stóđust ţeir sveinsprófiđ.

Marína Sigurgeirsdóttir, brautarstjóri matvćlabrautar VMA, segir ađ sveinsprófiđ hafi gengiđ mjög vel og fulltrúar sveinsprófsnefndar í matreiđslu, sem allir komu frá höfuđborgarsvćđinu, hafi lofađ mjög ţá ađstöđu sem skólinn hafi til menntunar matreiđslu- og framreiđslufólks. Hún sagđist lengi hafa beđiđ eftir ţessum degi, enda hafi veriđ markvisst unniđ ađ ţessu í mörg undanfarin ár. 

Í sveinsprófi í matreiđslu er matreitt samkvćmt sex rétta matseđli sem sveinsprófsnefnd gefur út. Sveinsprófiđ tók tvo daga, ţađ hófst sl. ţriđjudag og var frá kl. 11 til 19 ţann dag og í gćrmorgun var aftur hafist handa kl. 11 og prófinu lauk í gćrkvöld međ glćsilegum málsverđi ţar sem gestir nutu ţeirra dýrindis krása sem sveinsprófsnemarnir töfruđu fram. Nemar í framreiđslu sem starfa á tveimur veitingastöđum á Akureyri, annars vegar Rub 23 og hins vegar Strikinu, önnuđust framreiđslu undir stjórn Trausta Víglundssonar, formanns sveinsprófsnefndar í framreiđslu, og Eddu Bjarkar Kristinsdóttur, kennara í framreiđslu viđ matvćlabraut VMA. Sigmar Örn Ingólfsson, fulltrúi í sveinsprófsnefnd í framreiđslu, var einnig viđstaddur.

Í sveinsprófsnefnd í matreiđslu, sem dćmdi frammistöđu nemendanna, eru Friđrik Sigurđsson formađur og međ honum Jakob Magnússon og Bjarki Hilmarsson. 

Marína Sigurgeirsdóttir segir ţetta mikil og ánćgjuleg tímamót, enda hafi matreiđslunemar nú í fyrsta skipti veriđ fullmenntađir á landsbyggđinni. Mikil ţörf sé á bćđi matreiđslumönnum og ţjónum til starfa í ört vaxandi veitingageira og ţví sé afar mikilvćgt ađ hafa loks getađ stigiđ ţetta skref. Í síđustu viku ţreyttu ţrjátíu nemendur sveinspróf í matreiđslu í Menntaskólanum í Kópavogi og nú tíu á Akureyri. Aldrei áđur hafa jafn margir matreiđslunemar lokiđ sveinsprófi í matreiđslu hér á landi í einum og sama mánuđinum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00