Fara í efni

Fyrrverandi nemendur VMA Íslandsmeistarar í málmsuðu

Arnar Freyr Gunnarsson (t.v.) og Andre Sandö.
Arnar Freyr Gunnarsson (t.v.) og Andre Sandö.

Tveir fyrrverandi nemendur á málmiðnaðarbraut VMA gerðu það gott á Íslandsmótinu í málmsuðu sem haldið var nýverið. Andre Sandö varð Íslandsmeistari í pinnasuðu og Arnar Freyr Gunnarsson varð Íslandsmeistari í ryðfrírri TIG-suðu. Gústaf Adólf Hjaltason, verkefnastjóri hjá Iðunni og varaformaður Málmsuðufélags Íslands, sem stendur árlega fyrir keppninni, afhenti þeim Andre og Arnari Frey viðurkenningar sínar í húsnæði málmiðnaðardeildar í VMA í gær. Viðstaddir voru forráðamenn skólans, kennarar við deildina og fleiri gestir.

Andre Sandö lauk stálsmíðanámi sínu í VMA vorið 2015 og sl. sumar tók hann sveinsprófið. Hann starfar hjá Útrás ehf. á Akureyri. Andre stefnir á að taka meistaraskólann síðar. Arnar Freyr Gunnarsson lauk stálsmíðanámi sínu í VMA árið 2005 en hefur síðan síðan starfað í faginu, núna er hann annar eigenda og framkvæmdastjóri Norðurstáls ehf. á Akureyri. Meistaraskólanum lauk Arnar Freyr í fjarnámi í VMA árið 2013.

Að þessu sinni tók 21 suðumaður þátt í Íslandsmótinu í málmsuðu. Keppnin var þrískipt, átta kepptu á Akureyri, þrír á Reyðarfirði og tíu í Reykjavík.

Úrslit í Íslandsmótinu urðu eftirfarandi:

Samanlagður árangur:

 1. Sigurður Guðmundsson, VHE
 2. Georg Sebastian Popa, VHE
 3. Guðmundur Loftur Erlingsson, VHE

Pinnasuða:

 1. Andre Sandö, Útrás ehf. Akureyri
 2. Georg Sebeastian Popa, VHE
 3. Ott Lesek, Stálsmiðjunni Framtaki ehf.

MAg-suða svart:

 1. Guðmundur Loftur Erlingsson, VHE
 2. Jakob Lárusson, Marel
 3. Alfredo Estell, Stálsmiðjunni Framtaki ehf.

Logsuða:

 1. Hilmar Frímannsson, N1 Píparinn
 2. Sigurður Guðmundsson, VHE
 3. Guðmundur Loftur Erlingsson, VHE

TIG-suða ryðfrítt

 1. Arnar Freyr Gunnarsson, Norðurstáli ehf. Akureyri
 2. Sigurður Guðmundsson, VHE
 3. Georg Sebastian Popa, VHE