Fara í efni

Fyrrverandi nemendur listnámsbrautar VMA hanna kynningarefni Leikfélags Akureyrar

Leikfélag Akureyrar fékk þrjá unga Akureyrska listamenn til að hanna allt kynningarefni vetrarins. Fyrsta útkoman úr samstarfi Heklu Bjartar Jónsdóttur, Lilýar Erlu Adamsdóttur og Trausta Dagssonar er hinn stórglæsilegi kynningarbæklingur sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Hekla og Lilý eru fyrrverandi nemendur listnámsbrautar VMA.

Leikfélag Akureyrar fékk þrjá unga Akureyrska listamenn til að hanna allt kynningarefni vetrarins. Fyrsta útkoman úr samstarfi Heklu Bjartar Jónsdóttur, Lilýar Erlu Adamsdóttur og Trausta Dagssonar er hinn stórglæsilegi kynningarbæklingur sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Hekla og Lilý eru fyrrverandi nemendur listnámsbrautar VMA.

Yfirskrift leikárs LA  er “framsækið og alþýðlegt” og vísar í það að LA hefur mikla löngun og vilja til að tengjast umhverfi sínu á margvíslegan hátt. Það er ósk stjórnenda og listamannanna að vera í sem mestu samtali við fólkið í kringum sig og að finna út úr því hvert erindi leiklistarinnar er í samtímanum.

LA-Fréttatilkynning
- Frábært kynningarefni !

LA-Fréttatilkynning