Fara í efni  

Fyrri hluti Íslandsmóts í málmsuđu í VMA

Fyrri hluti Íslandsmóts í málmsuđu í VMA
Ţátttakendur í keppninni í VMA. Mynd: HÓ

Fyrri hluti Íslandsmótsins í málmsuđu var haldinn sl. föstudag í húsnćđi málmiđnađarbrautar VMA. Síđari hluti keppninnar verđur haldinn ađ tćpum hálfum mánuđi liđnum, 21. október, hjá Iđunni Frćđslusetri í Reykjavík. Níu suđumenn frá fjórum fyrirtćkjum mćttu til leiks í VMA og stóđu sig međ mikilli prýđi. Ţar af hafa átta ţátttakendur í keppninni fariđ í gegnum nám á málmiđnađarbraut VMA. Hörđur Óskarsson, brautarstjóri málmiđnađarbrautar VMA, var á stađnum og tók ţessar myndir.

Stykkin sem ţátttakendur skiluđu af sér í keppninni í voru metin út frá sjónskođun en ţau verđa síđan röntgenskođuđ í Reykjavík samhliđa síđari hluta mótsins 21. október nk.

Keppt var í fjórum greinum – pinnasuđu, MAG-suđu, logsuđu og TIG-suđu. Úrslit urđu sem hér segir: 

Pinnasuđa:

 1. Andrés Sandö (Útrás)
 2. Anton Ólafsson (Norđurstál)
 3. Arnar Freyr Gunnarsson (Norđurstál)

 

MAG-suđa

 1. Arnar Freyr Gunnarsson (Norđurstál)
 2. Andrés Sandö (Útrás)
 3. Vignir Logi Ármannsson (Vélsmiđjan Hamar)

 

Logsuđa

 1. Arnar Freyr Gunnarsson (Norđurstál)
 2. Anton Ólafsson (Norđurstál)
 3. Vignir Logi Ármannsson (Vélsmiđjan Hamar)

 

TIG-suđa

 1. Vignir Logi Ármannsson (Vélsmiđjan Hamar)
 2. Arnar Freyr Gunnarsson (Norđurstál)
 3. Jóhann Sigurđsson (Slippurinn Akureyri)

Í keppninni í TIG-suđu var hörđ barátta og hlutu ţrír efstu 200 stig – sem er ţađ hćsta sem hćgt er ađ fá. Til ţess ađ skera úr um röđ efstu manna var horft til ţess hversu lengi ţátttakendur voru ađ sjóđa ryđfríu rörin.

Ef horft var til heildarstiga ţátttakenda skorađi Arnar Freyr Gunnarsson hćst. Ferrozink gaf verđlaun – ryđfrían pela – til ţess ţátttakanda sem sigrađi TIG-suđuna. Ţau hlaut Vignir Logi Ármannsson.

Félag málmiđnađarmanna Akureyri gaf bikar til liđakeppni. Hann hlaut Norđurstál og ţeir Anton Ólafsson og Arnar Freyr Gunnarsson starfsmenn Norđurstáls fengu einnig eignabikara.

Kristján Ţ. Kristinsson, kennari viđ málmiđnađarbraut VMA, segir ađ keppnin hafi í alla stađi veriđ skemmtileg og almenn ánćgja hafi ríkt međ hana. Hann vill koma á framfćri kćrum ţökkum til fyrirtćkjanna Ferrozink, Slippsins Akureyri og Straumrásar fyrir stuđning viđ keppnina međ ţví ađ gefa ţađ efni sem til ţurfti til keppninnar. Einnig vildi hann fćra Ferrozink og Félagi járniđnađarmanna Akureyri ţakkir fyrir ađ gefa verđlaun til keppninnar.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00