Fara í efni

Fyrirlestur um Louisu Matthíasdóttur

Fyrirlesari dagsins, Jón Proppé.
Fyrirlesari dagsins, Jón Proppé.

Fyrsti þriðjudagsfyrirlestur vetrarins verður í Ketilhúsinu í dag, þriðjudaginn 23. janúar, kl. 17. Jón Proppé, listheimspekingur, verður með fyrirlesturinn Heimakæri heimsborgarinn: Um feril og verk Louisu Matthíasdóttur, þar sem hann rekur ævi og feril Louisu, fjallar um listræna sýn hennar og þróunina í verkunum.

Jón var sýningarstjóri á yfirlitssýningu á verkum Louisu á Kjarvalsstöðum sumarið 2017. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri á sýningum á verkum Louisu í Hafnarborg, Berlín og Kaupmannahöfn. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri og verða þeir á dagskrá á hverjum þriðjudegi fram að páskum.

Aðgangur er ókeypis.