Fara í efni  

Fyrirlestur um ljósa- og myndbandshönnun

Fyrirlestur um ljósa- og myndbandshönnun
Ingi Bekk.

Í dag, þriðjudaginn 14. febrúar, kl. 17-17.40, heldur Ingi Bekk, ljósa- og myndbandshönnuður, þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu. Yfirskrift fyrirlestursins er Ljósa- og myndbandshönnun fyrir sviðslistir. Í fyrirlestrinum, sem er haldinn í tengslum við 100 ára afmæli Leikfélags Akureyrar, ræðir Ingi um starf ljósa- og myndbandshönnuða, fer yfir ferilinn og fjallar um þau verkefni sem hann hefur unnið að í gegnum tíðina.

Ingi Bekk útskrifaðist með BA próf í ljósahönnun frá Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2013. Hann hefur unnið um allan heim sem sjálfstætt starfandi ljósa- og myndbandshönnuður fyrir sviðslistir. Meðal verka sem hann hefur unnið við eru The Tempest fyrir Royal Shakespeare Company, The Empire of Lights fyrir Þjóðleikhús Kóreu, Schatten fyrir Schaubühne í Berlín, Reisende auf eineim Bein fyrir Deutches Schauspielhaus í Hamborg og Píla Pína fyrir MAK. Ingi hefur einnig unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Blur, Backstreet Boys, Two Door Cinema Club, Bombay Bicycle Club, Sheila E og Maceo Parker. Hann vinnur nú að uppsetningu Núnó og Júnía fyrir MAK.

Aðgangur er ókeypis.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.