Fara í efni

Fyrirlestur um lesblindu

Andy Paul Hill, lektor í lögreglufræði við HA.
Andy Paul Hill, lektor í lögreglufræði við HA.

Í dag, þriðjudaginn 6. febrúar, kl. 17 verður Andy Paul Hill, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, með fyrirlestur í Ketilhúsinu sem hann nefnir Adult Dyslexia: An Examination of the Myths and Reality of Living in the Digital Age. Í fyrirlestrinum fjallar Hill um lesblindu fullorðinna á stafrænni öld og rýnir í rannsóknir sínar á viðfangsefninu. Hann mun einnig tala um upplifun á eigin lesblindu í störfum sínum hjá breska hernum, Thames Valley lögreglunni á Englandi og sem fræðimaður. 

Andy Paul Hill útskrifaðist með MA gráðu í menntunarfræðum frá De Montfort háskólanum í Bedford á Englandi, 2013, og með PhD gráðu úr sama fagi frá De Montfort háskólanum í Leicester, 2014. Hann starfaði hjá breska hernum og Thames Valley lögreglunni á Englandi í yfir 30 ár, en er nú lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir í vetur eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri og eru þeir á hverjum þriðjudegi fram að páskum.

Aðgangur er ókeypis.