Fara í efni

Fyrirlestur í VMA í dag: Björg í bú - vöruhönnun

Helga Björg Jónasardóttir frá vöruhönnunarfyrirtækinu Björg í bú heldur fyrirlestur í dag, föstudaginn 28. febrúar, kl. 14 í stofu M-O1 í VMA. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröð Listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri.

Helga Björg Jónasardóttir frá vöruhönnunarfyrirtækinu Björg í bú heldur fyrirlestur í dag, föstudaginn 28. febrúar, kl. 14 í stofu M-O1 í VMA. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröð Listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri.

Vöruhönnunarfyrirtækið Björg í bú, sem var stofnað fyrir tæpum 5 árum, hefur unnið að ýmsum hönnunarverkefnum og haft það að markmiði að nota íslenska framleiðendur og skapa þannig atvinnu með sinni hönnun. Í fyrirlestri sínum í dag segir Helga Björg frá vinnuaðferðum fyrirtækisins og helstu þróunaverkefnum og vörum sem það hefur hannað og kynnt á markaði. Þá mun hún segja frá reynslu sinni af starfsumhverfi vöruhönnuða á Íslandi og talar um mikilvægi skapandi starfsgreina.
Einnig mun Helga segja frá því hvaða leið hún valdi í menntun og frá þeim skólum sem hún hefur reynslu af. 

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og er aðgangur ókeypis

Nánari upplýsingar veitir Helga Björg í síma 698 6202 eða á netfangið helgupostur@gmail.com
Vefsíða fyrirtækisins er www.bjorgibu.is