Fara efni  

Fyrirlestur Egils Ingibergssonar Ketilhsinu

Fyrirlestur Egils Ingibergssonar  Ketilhsinu
Egill Ingibergsson.
morgun, fstudaginn 22. febrar, verur Egill Ingibergsson, leikhsmaur, ljsa-, leikmynda- og myndbandshnnuur me fyrirlestur Ketilhsinu Akureyri kl. 14.30, vegum listnmsbrautar VMA samvinnu vi Sjnlistamistina. Fyrirlestur sinn nefnir Egill Kvikmyndir sem miill svii.

Á morgun, föstudaginn 22. febrúar, verður Egill Ingibergsson, leikhúsmaður, ljósa-, leikmynda- og myndbandshönnuður með fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri kl. 14.30, á vegum listnámsbrautar VMA í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina. Fyrirlestur sinn nefnir Egill „Kvikmyndir sem miðill á sviði“. 

Egill Ingibergsson hefur komið að fjölbreyttri hönnun fyrir svið; ljósa-, leikmynda-, búninga- og myndbandahönnun við helstu leikhús landsins. Hann er kennari við Listaháskóla Íslands og kennir ljósahönnun, hljóð- og myndbandsnotkun. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín innan leikhússins. Til dæmis hlaut hann Grímuna fyrir ljósahönnun í leikritinu Meistarinn og Margaríta eftir Mikael Bulgakov, sem sýnt var í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2004.  Einnig var hann tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir lýsingu á leikritinu Forðist okkur, sem sýnt var í Nemendaleikhúsinu 2005.
 
Sem fyrr segir hefst fyrirlestur Egils  kl. 14.30 og stendur til 15.30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn er annar í röð fjögurra fyrirlestra á þessari vorönn, en  þeir eru skipulagðir af kennurm við listnámsbraut VMA í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina. Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri á Akureyri, var með fyrsta fyrirlestur vetrarins 25. janúar sl. og þá var aðsókn gríðarlega góð.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.