Fara í efni  

Fundur í Terrou - InnoVET

Dagana 6. - 10. nóvember fóru Hildur og Jóhannes sem fulltrúar VMA á fund í Terrou Suđur-Frakklandi. Fundurinn var í tengslum viđ Erasmus-verkefnisins „Dreifbýli og verklegt nám“ eđa „Innovative VET devices in rural areas“, en ţetta var annar fundur af sjö sem áćtlađir eru í verkefninu. Ađal tilgangur ţessa fundar var ađ setja niđur skýrar línur um markmiđ verkefnisins og möguleg áhrif ţess á starfsemi og sýn ţátttakenda. Vikan fór ţví ađ mestu leyti í vinnufundi ţar sem fariđ var yfir stefnumörkun og ađferđafrćđi verkefnisins, en auk ţess fengu ţátttakendur kynningu á ţeim áskorunum sem dreifđar byggđir á ţessum slóđum standa frammi fyrir í tengslum viđ nám og atvinnulíf.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00