Fara í efni

Fundur í Bilbao - AppMentor

Harpa Birgisdóttir og Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir héldu til fundar þann 7. nóvember til Bilbao á Spáni í tengslum við AppMentor verkefnið. AppMentor er Erasmus+ verkefni sem kannar nýtingu á snjallsímum og samfélagsmiðlum sem samskiptamiðil í vinnustaðanámi. Verkefnið er samstarfsverkefni Spánar, Finnlands, Noregs, Frakklands, Hollands, Bretlands og Íslands. Á fundinum voru kynntar niðurstöður kannana sem gerðar voru í samstarfslöndunum þar sem spurt var um notkun samfélagsmiðla eða appa í tengslum við vinnustaðnám. Í framhaldinu var ákveðið að fækka þeim öppum sem voru til skoðunar úr 30 í ca. sjö og greina þau enn betur með tilliti til notkunar við nám á vinnustað þ.e. þar sem skólinn þarf að hafa samskipti bæði við nemendur og vinnustaði. Á fundinum voru einnig lögð drög að kynningarfundi sem halda á með atvinnurekendum og skólanum í mars 2018 þar sem niðurstöður verkefnisins verða kynntar og tekin afstaða til þess hvaða samfélagsmiðla eða öpp sé hentugast að nota við vinnustaðanám.