Fara í efni

Fundur í Harderwijk- AppMentor

Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir og Harpa Birgisdóttir héldu til Harderwijk í Hollandi dagana 10. - 15. apríl til þess að funda í tengslum við verkefnið AppMentor. Þetta var næst seinasti fundurinn í verkefninu en því mun ljúka núna í haust.

 Farið var yfir eftirfarandi atriði á fundinum:

  • Farið yfir niðurstöður ýmissa funda þátttakenda með skólastjórnendum og forsvarsmönnum fyrirtækja á nærsvæðinu sem taka við nemendum í heimsókn. Gott var að sjá hversu niðurstöðurnar voru líkar og ólíkar eftir löndunum.
  • Gerð var heimasíðu með leiðbeiningum og aðstoð við þá sem vilja nota samfélagsmiðla í tengslum skóla, nemenda og vinnustaða.
  • Farið yfir kosti, galla og helstu hindranir fyrir því að nota samfélagsmiðla í samstarfi allra.
  • Farið yfir helstu kosti, galla og hindranir fyrir því að nota samfélagsmiðla í þessum samskiptum, Instagram, Messenger, Trello, WhatsApp, Workplace og Wunderlist.
  • Lögð drög að stofnun heimasíðu með leiðbeiningum um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla í samstarfi allra.
  • Umræða um nýju persónuverndarlögin.

 

Hrafnhildur útbjó myndband með myndum úr ferðinni sem má skoða hér að neðan: