Fara í efni

Fullveldið í fjölbreyttu ljósi

Ein af tillögum nemenda að nýjum þjóðfána.
Ein af tillögum nemenda að nýjum þjóðfána.
Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands þann 1. desember nk. hafa nemendur VMA unnið fjölbreytt verkefni og á dögunum var sérstök dagskrá í Gryfjunni þar sem aldarafmælisins var minnst. 
 
Nemendur á listnáms- og hönnunarbraut hafa ekki látið sitt eftir liggja og unnið mörg skemmtileg verkefni sem má á einn eða annan hátt tengja fullveldi Íslands. Meðal annars beindu þau sjónum að íslenska þjóðbúningnum og gerðu tillögur um breytingu á honum til að laga hann að nútíma þjóðfélagsháttum. Skjaldarmerki Íslands var annað viðfangsefni, verkefni nemenda fólst í því að endurteikna það og setja sitt mark á það. Þriðja verkefnið var að gera tillögu að nýjum þjóðfána og það fjórða að gera mynstur með vísan til íslenskrar þjóðarsálar. 
 
Margar fleiri athyglisverðar myndir komu úr þessari vinnu og nokkrar skúlptúrar fengu að fljóta með.