Fara í efni

Frumsýning á Dýrunum í Hálsaskógi í kvöld

Frá æfingu á Dýrunum í Hálsaskógi í vikunni. Mynd: Hilmar Friðjónsson.
Frá æfingu á Dýrunum í Hálsaskógi í vikunni. Mynd: Hilmar Friðjónsson.

Leikfélag VMA frumsýnir í kvöld, 1. mars, í Gryfjunni í VMA kl. 20 hið klassíska leikrit Thorbjorn Egners Dýrin í Hálsaskógi í leikstjórn Úlfhildar Örnólfsdóttur. Tvær aðrar sýningar verða um helgina, kl. 14 á morgun og sunnudag.

Að vonum er spenna í leikhópnum og öllum aðstandendum sýningarinnar fyrir frumsýningarkvöldið enda hefur verið unnið markvisst og örugglega síðustu daga til þess að ná að gera allt klárt fyrir frumsýningu. Gryfjunni hefur smám saman verið breytt í leikhús og allir hafa lagst á eitt við að gera umgjörðina sem flottasta.

„Þetta hefur gengið bara mjög vel og krakkarnir hafa staðið sig ótrúlega vel, sýnt mikla samheldni og góða liðsheild, sem er lykilatriði. Þau hafa komið með sterka sýn á hvernig sýningin á að líta út og það má því segja að ég hafi fyrst og fremst haldið utan um alla þræði en þetta er þeirra sýning. Við förum nokkuð klassíska leið í uppfærslunni og látum fantasíuheim þessa ævintýris njóta sín. Þetta verk á alltaf jafn mikið erindi til fólks á öllum aldri, það er ástæða fyrir því að það er sívinsælt. Ég get ekki annað en verið ánægð með hvernig þetta hefur allt saman smollið saman og er stolt af krökkunum og sýningunni,“ segir Úlfhildur.

Hér eru myndir úr sýningunni sem Hilmar Friðjónsson tók á æfingu í vikunni.

Miðasala er á Tix.is. Auk þriggja sýninga um helgina hafa verið ákveðnar þrjár aðrar sýningar um næstu helgi.

Leikarar í sýningunni eru:

Hemmi Ósk Baldursbur
Kristjana Bella Kristinsdóttir
Ingólfur Óli Ingason
Ásdís Fanney Aradóttir
Rökkvi Týr Þorvaldsson
Elsa Bjarney Viktorsdóttir
Droplaug Dagbjartsdóttir
Úrsúla Nótt Siljudóttir
Hilma Dís Hilmarsdóttir
Felix Hrafn Stefánsson
Arna Þóra Ottósdóttir
Alexander Darry Friðriksson
Ólöf Alda Valdemarsdóttir
Kamilla Rún Sigurðardóttir
Milan Mosi Eyjólfsson
Neó Týr Hauks