Fara í efni  

Frumsýna Bjart međ köflum nk. fimmtudagskvöld

Frumsýna Bjart međ köflum nk. fimmtudagskvöld
Atriđi úr sýningunni Bjart međ köflum.

Leikfélag VMA frumsýnir söngleikinn Bjart međ köflum eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Péturs Guđjónssonar í Freyvangi í Eyjafjarđarsveit nk. fimmtudagskvöld, 25. febrúar, kl. 20:00. Um fjörutíu manns koma ađ sýningunni.

„Ţađ má segja ađ verkiđ sé sveitarómans. Jakob, sem kemur úr ţéttbýlinu, rćđur sig á sveitabćinn Gil vegna ţess ađ hann hefur ekki fengiđ neina sumarvinnu. Í ljós kemur ađ ţar er ekkert rafmagn og heldur ekki klósett og margt á heimilinu er sérstakt. Á nćsta bć, Hvammi, er hins vegar allt annađ uppi á teningnum, nógir pengingar til og allt nýmóđins. Á báđum bćjum eru stúlkur sem eru hrifnar af Jakobi og vandamáliđ er ađ hann er hrifinn af báđum en veit ekki hvora hann á ađ velja. Ţetta er grunnurinn í söguţrćđinum. Inn í verkiđ er fléttađ tónlist frá ţessum tíma, en verkiđ gerist í kringum 1970. Ţarna má heyra ţekkt lög međ hljómsveitum eins og Trúbrot, Hljómum og Flowers,“ segir Pétur leikstjóri.

Pétur segir ađ eins og jafnan í leikuppfćrslu sé mikil vinna ađ baki. „Viđ byrjuđum sl. vor ađ leita ađ leikverki til ţess ađ setja upp og síđan komu komu upp vandkvćđi međ ađ finna verkinu húsnćđi, eins og komiđ hefur fram. Í september var ég međ leiklistarnámskeiđ í VMA, prufur voru í nóvember og í framhaldinu var valiđ í hlutverk. Frá áramótum höfum viđ síđan ćft stíft, bćđi leikinn og tónlistina. Hljómsveitin kom inn í ţetta í janúar og viđ höfum ćft ţetta saman undanfarnar vikur. Viđ hefđum getađ haft undirspiliđ af bandi en viđ vildum fara ţá leiđ ađ hafa lifandi tónlist og ţađ er vissulega meira mál en sýningin verđur betri fyrir vikiđ. Strákarnir í hljómsveitinni hafa stađiđ sig af stakri prýđi, mörg ţessara laga eru ekki hefđbundin og ţví ţurftu ţeir ađ leggja mikiđ á sig. Ţađ er auđvitađ mikill styrkur ađ hafa reynslubolta eins og Leibba međ ţeim á trommunum og síđan hefur Baddi Ring gefiđ strákunum góđ ráđ međ hljóma.“

„Ţetta hefur veriđ mikil törn og allir ţeir sem hafa tekiđ ţátt í ţessu hafa veriđ frábćrir. Krakkarnir gera allt sem ég biđ um og ţeir hlusta.  Ţađ hefur veriđ sérlega skemmtilegt ađ vinna međ ţeim.  Ég er sannfćrđur um ađ fólk á eftir ađ hafa gaman af ţví ađ koma og sjá ţetta leikrit og ţađ er ţađ sem skiptir ölllu máli,“ segir Pétur.

Hann segir ađ ađeins verđi sex sýningar á verkinu sem kemur til af ţví ađ Freyvangsleikhúsiđ ţarf á húsinu ađ halda fyrir uppfćrslu sína á Saumastofunni, sem nú er veriđ ađ ćfa á fullu í leikstjórn Skúla Gautasonar. „Freyvangsleikhúsiđ er ađ ganga úr húsi fyrir okkur sem er alveg einstakt og viđ höfum ekki möguleika á ţví ađ vera hér lengur en til 5. mars. Ţađ er ţví mikilvćgt ađ fólk dragi ţađ ekki ađ drífa sig á sýninguna hjá okkur,“ segir Pétur.

Um 40 manns koma ađ sýningunni. Í mörg horn er ađ líta ţegar svo viđamikiđ stykki er sett á sviđ - fyrir utan sjálfa túlkunina á sviđinu – t.d. lýsing, hljóđvinnsla, leikmyndagerđ, förđun, hárgreiđsla, sviđsvinna, tónlistarflutningur o.fl.

Eins og Pétur nefnir verđa ađeins sex sýningar á Bjart međ köflum. Frumsýningin verđur sem fyrr segir nk. fimmtudagskvöld, 25. febrúar, og síđan verđa sýningar föstudags- og laugardagskvöld, 26. og 27. febrúar, og seinni ţrjár sýningarnar verđa frá fimmtudegi til laugardags, 3., 4. og 5. mars. Allar sýningarnar verđa í Freyvangi í Eyjafjarđarsveit og hefjast kl. 20:00.

Miđasala er komin í fullan gang í hljómdeild Eymundsson viđ Hafnarstrćti og á vefnum Tix.is. Einnig er hćgt ađ kaupa miđa međ ţví ađ hringja í síma 4611212 (símanúmer Ţórdunu – nemendafélags VMA) milli kl. 17 og 19 og ţá verđa miđar á sýninguna seldir í löngu frímínútum í VMA.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00