Fara í efni  

Frumkvöđlafrćđinemar vinna međ bývaxklúta

Frumkvöđlafrćđinemar vinna međ bývaxklúta
Nemendur í frumkvöđlafrćđi í heimsókn hjá Höddu.

Fastur liđur í námi nemenda á viđskipta- og hagfrćđibraut er áfangi í frumkvöđlafrćđi. Núna á vorönn kenna áfangann ţćr Katrín Harđardóttir og Íris Ragnarsdóttir. Námiđ er fjölbreytt og gefur nemendum ákveđna sýn á fyrirtćkjarekstur - frá viđskiptahugmynd í vörusölu. Í tengslum viđ ţá vöru sem nemendur vinna međ í áfanganum fóru ţeir og kennarar ţeirra á dögunum í heimsókn til Höddu - Guđrúnar H. Bjarnadóttur listakonu í Eyjafjarđarsveit. Ţessar myndir tók Hilmar Friđjónsson viđ ţađ tćkifćri.

Katrín upplýsir ađ nemendur í frumkvöđlaáfanganum séu nú ađ vinna međ svokallađa bývaxklúta, hanna ţá og framleiđa međ ţađ ađ markmiđi ađ markađssetja ţá og selja. Um ţessa framleiđslu ţurfa nemendurnir ađ stofna fyrirtćki, markađssetja, fjármagna framleiđsluna o.s.frv., rétt eins og framleiđslufyrirtćki almennt gera. Hugmyndin er m.a. sú ađ klútarnir komi í stađ plastfilma og ţannig segir Katrín ađ ţetta sé framlag nemenda og kennara til ţess ađ draga úr plastmengun. Horft sé m.a. til ţess ađ nota bývaxklútana utan um matarafganga, í stađ plasts.

Liđur í náminu var heimsókn til Höddu listakonu en hún hefur haft ađ leiđarljósi í sinni listsköpun ađ endurnýta hluti, bćđi ađ nota ţá í listaverk og einnig nytjahluti. Ţótti nemendunum mikiđ til koma ađ sjá hvernig Hadda endurnýtir alls kyns hluti.

Í nćsta mánuđi, nánar tiltekiđ 7. apríl, koma nemendur í frumkvöđlaáfanganum í VMA til međ ađ taka ţátt í landskeppni ungra frumkvöđla í Smáralind.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00