Fara í efni

Frístundahús VMA til sölu

Frístundahúsið stendur norðan húsnæðis byggingadeildar VMA.
Frístundahúsið stendur norðan húsnæðis byggingadeildar VMA.

Tilboð óskast í sumarhús til flutnings, staðsett á lóð VMA og byggt af nemendum í húsasmíði, rafvirkjun og pípulögnum. Húsið er ekki fullklárað og selst í því ástandi sem það er í á lokatilboðsdegi. Bygging hússins hefur verið hluti verklegrar þjálfunar nemenda í vetur.

Húsið er úr timbri, 64 m2 að grunnfleti með 8,3 m2 millilofti að auki þar sem getur verið svefnaðstaða og/eða geymsla. Að utan er húsið klætt hvítmálaðri bandsagaðri vatnsklæðningu úr furu frá Húsasmiðjunni og járngráu bárujárni (7011 litur, Bára 18). Þakkantar eru klæddir 2 mm þykku áli. Þak er bárujárnsklætt (aluzink). Innréttingar eru spónlagðar með ask-spón frá Efnissölunni, eldhúsinnrétting, baðherbergisinnrétting og 3 fataskápar. Loft eru klædd með hvítum loftaþiljum. Veggir eru klæddir 12 mm walls2paint spónaplötum. Baðherbergi er klætt Fibotrespo baðplötum frá Þ.Þorgrímsson. Innihurðir fylgja (ekki uppsettar), hurðir, slaglistar og gerekti eru spónlögð með aski.

Húsið er án endanlegra gólfefna. Gert er ráð fyrir gólfhitakerfi sem tengt yrði í lagnaskáp utan við aðalhurð. Ekki hefur verið lagður gólfhiti, eða sett upp tengikista. Rafmagn er langt komið, nánari upplýsingar í meðfylgjandi QR kóða. Húsið er einangrað með 150 mm steinull í gólfi og útveggjum, þak er einangrað með 245 mm steinull. Gluggar eru frá Hyrnu/Húsheild og eru allir með tvöföldu TopN+ gleri, gasfylltu.

Húsið selst í því ástandi sem það er í á tilboðsdegi. Tilboðum skal skilað á vef Ríkiskaupa eigi síðar en kl. 11:30, föstudaginn 21.júní

Ekki verður tekið við tilboðum sem eru lægri en 20 milljónir kr. en Verkmenntaskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Sjá nánar hér.

Nánari upplýsingar á facebook síðu byggingadeildar VMA (https://www.facebook.com/byggingadeild) og frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 464 0300, hjá brautarstjóra byggingadeildar – Helga Val Harðarsyni - í síma 8966731/helgi.v.hardarson@vma.is og hjá Ríkiskaupum í síma 530 1400.

Húsið er tilbúið til flutnings og þarf kaupandi að fjarlægja það eigi síðar en 15. ágúst 2024.

Húsið er hannað af H.S.Á. teiknistofu á Akureyri.

Hér eru tölvugerðar myndir af húsinu.
Hér eru teikningar af húsinu og tæknilegar upplýsingar.
Hér eru nokkrar útlitsmyndir af húsinu, teknar í maí 2024.
Hér er QR-kóði með frekari upplýsingum um raflögn í húsinu.
Hér er myndband þar sem Helgi Valur Harðarson, brautarstjóri byggingadeildar og einn kennara við deildina, sýnir húsið og segir frá því.