Frístundahús VMA til sölu
Frístundahús sem nemendur VMA hafa byggt í vetur er komið í söluferli í gegnum Framkvæmdasýslu - Ríkiseignir. Hér er einstakt tækifæri til að eignast nýtt og vel einangrað hús til flutnings.
Óskað er eftir tilboðum í glæsilegt frístundahús sem nemendur í húsasmíði, rafvirkjun og pípulögnum hafa unnið að og er hluti af námi nemenda undir verkstjórn kennara. Húsið er 64 fermetrar ásamt 8 fermetra millilofti sem hentar sem svefnaðstaða eða geymsla. Húsið selst í því ástandi sem það er í við skoðun en húsið er á norðurplani VMA og þarf kaupandi að fjarlæga húsið fyrir 15. ágúst 2025.
Húsinu fylgja sérteikningar með undirstöðum og húsið er um 17 tonn.
Opið hús verður þriðjudaginn 20. maí kl. 8:00-10:00 og miðvikudaginn 21. maí kl. 15:00-16:00.
Fyrirspurnum má beina til skrifstofu skólans í síma 464 0300 eða til brautarstjóra byggingadeildar í síma 896 6731.
Nánari upplýsingar varðandi tilboð er hægt að nálgast hjá FSRE eða með því að senda tölvupóst á eignasala@fsre.is eða gera tilboð hér https://www.fsre.is/auglysingar/fasteignasala-og-leiga/
Myndir, teikningar og nánari upplýsingar á fasteignavef eru hér: Sumarhús VMA, 600 Akureyri
Fleiri myndir verða settar hér inn á heimasíðu VMA og á Facebook síðu Byggingadeildar VMA.
Nánar um eignina
- Stærð: 64 m² grunnflötur + 8 m² milliloft með lægri lofthæð (hentar sem svefnaðstaða eða geymsla)
- Byggingarefni: Timburhús, klætt að utan með 142 mm burstaðri Lunawood hitameðhöndlaðri viðarklæðningu og járngrárri (RAL 7011) báruklæðningu frá Límtré Vírnet
- Þak: Bárujárnsklætt (aluzink) með krosslektum, þakkantar klæddir með 2 mm járngráu áli.
- Lagnaskápur og aðliggjandi fletir utan við aðalhurð eru óklæddir. Vantar hlera á lagnaskáp.
- Gluggar: Tvöfalt TopN+ gler
- Einangrun: 150 mm steinull í gólfi og útveggjum, 245 mm í þaki
Innviðir og frágangur
- Eldhúsinnrétting, fataskápar, stigi og innihurðir úr spónlögðum aski – innihurðir fylgja óuppsettar
- Loft klædd hvítum loftaþiljum
- Baðherbergi klætt dökkum Fibo Trespo plötum
- Rafmagn langt komið, utan við að tengja inntak/stofn við húsið og að tengja gólfhitakerfi. Búið er að spennusetja húsið og mæla. Tenglar og rofar komnir í húsið.
- Gólfhiti ekki lagður – eftir er að leggja lagnir og flota