Fara í efni

Frístundahús byggt af nemendum í VMA komið í söluferli

Nú er frístundahús sem nemendur byggingadeildar smíða komið til sölu á vef Ríkiskaupa.

Húsið selst í því ástandi sem það er í á tilboðsdegi.

Skoðun:

  • Húsið verður til sýnis mánudaginn 5. júní kl 8-10 og 14-15.
  • Húsið stendur á norðurplani við byggingadeild VMA. Inngangur að norðan.
  • Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 464 0300, hjá brautarstjóra byggingadeildar í síma 8966731 og Ríkiskaup í síma 530 1406.

Húsið er tilbúið til flutnings og þarf kaupandi að fjarlægja það eigi síðar en 15.ágúst 2023.

Tilboðum skal skila á vef Ríkiskaupa eigi síðar en kl. 11:30, mánudaginn 12. júní n.k. merkt: V22049 - Sumarhús VMA 2023 með útfylltu eyðublaði sem má finna hér.

Allar frekari upplýsingar má finna hér