Fara í efni  

Frelsi til ađ virkja sköpunarkraftinn

Frelsi til ađ virkja sköpunarkraftinn
Guđrún Brynjólfsdóttir.

Guđrún Brynjólfsdóttir er á lokasprettinum í námi sínu á myndlistarlínu listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Hún útskrifast í maí nk. og hefur ţví ađ undanförnu unniđ ađ lokaverkefni sínu í náminu, textílverki sem hún vann út frá ljóđinu “Međ ţér” sem Guđrún samdi fyrir nokkrum árum um yngri bróđur sinn.

Ţegar Guđrún hóf nám í VMA haustiđ 2014 lá leiđ hennar á félagsfrćđibraut. Ađ ári loknu ákvađ hún ađ skipta um námsbraut, segist ekki hafa fundiđ fjölina sína nćgilega vel í ţví námi og ákvađ ađ fćra sig yfir í listnám. Hún rifjar upp ađ ţegar hún hóf nám í VMA hafi hún sveiflast á milli ţess ađ fara á félagsfrćđibraut eđa listnámsbraut. Ţó svo ađ hún hafi valiđ ađ fara á félagsfrćđibrautina hafi innst inni blundađ í sér ríkari löngun til ţess ađ fara í listnám. Af ţví lét hún verđa haustiđ 2015 og sér ekki eftir ţví.

“Námiđ hefur veriđ frábćrt í alla stađi, skemmtilegir samnemendur og frábćrir kennarar. Á listnámsbrautinni hafa kennarar gefiđ nemendum svigrúm og virkjađ ţá til ţess ađ gera hlutina ađ nokkru leyti á eigin forsendum, sem ég kann vel ađ meta. Kennararnir vilja ađ nemendur finni sinn stíl og virki sinn sköpunarkraft,” segir Guđrún.

Ađ loknu námi í VMA segist Guđrún ekki vera ráđin međ framhaldiđ en líklega verđi frekarar myndlistarnám ofan á.

Ţessa dagana hangir uppi verk Guđrúnar “Óreiđa” gegnt austurinngangi VMA. “Ţađ má lýsa ţessu verki sem safni hugsana sem ég vissi ekki hvernig ég ćtti ađ koma frá mér. En myndlistin auđveldađi mér ađ gera ţađ. Ţegar ég byrjađi á verkinu var ég ekki međ mótađa hugmynd um hvernig ţađ myndi ađ lokum líta út. Ég byrjađi á skissu en hćtti ţegar mér fannst ég ekki vera á réttri braut – og byrjađi aftur frá grunni. Ţetta var útkoman og ég er ágćtlega sátt viđ hana,” segir Guđrún.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00