Fara í efni

Framúrskarandi árangur Írenu

Íslensku keppendurnir á EuroSkills 2023 í Gdansk í Póllandi. Írena Fönn er lengst til vinstri. Mynd:…
Íslensku keppendurnir á EuroSkills 2023 í Gdansk í Póllandi. Írena Fönn er lengst til vinstri. Mynd: Mbl.is

Írena Fönn Clemmensen, sem brautskráðist úr hársnyrtiiðn frá VMA, stóð sig afburða vel á EuroSkills 2023 í Gdansk í Póllandi - Evrópumeistaramóti iðn- og verkgreina sem lauk í gær. Eins og kemur fram í þessari grein á Mbl.is um mótið varð Írena Fönn stigahæst íslensku keppendanna á mótinu og hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir það og einnig hlaut hún viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í keppninni. 

Eins og greint hefur verið frá hér á heimasíðunni var Harpa Birgisdóttir kennari í hársnyrtiiðn annar tveggja þjálfara Írenu fyrir EuroSkills og á meðan á mótinu stóð í Gdansk.