Fara í efni

Framhaldsskólamót í Paintball nk. föstudag

Næstkomandi föstudag verður haldið Norðurlandsmóts framhaldsskólanema í Paintball við bæinn Blómsturvelli. Skráning VMA-nema verður í fullum gangi í dag og lýkur síðdegis. Þeir nemendur í skólanum sem vilja taka þátt skrái sig á skrifstofu Þórdunu og greiði þar þátttökugjaldið kr. 2900 eigi síðar en kl. 17 í dag.

Næstkomandi föstudag verður haldið Norðurlandsmóts framhaldsskólanema í Paintball eða litabolta við bæinn Blómsturvelli. Skráning VMA-nema verður í fullum gangi í dag og lýkur síðdegis. Þeir nemendur í skólanum sem vilja taka þátt skrái sig á skrifstofu Þórdunu og greiði þar þátttökugjaldið kr. 2900 eigi síðar en kl. 17 í dag.

Hér er um að ræða undankeppni fyrir úrslitakeppni sem verður síðar og þar koma saman framhaldsskólanemar af öllu landinu. Í hverju liði skulu vera 5-7 þátttakendur.
 
Fyrir hádegi í dag höfðu á annað hundrað nemendur úr framhaldsskólum á Norðurlandi skráð sig í mótið á föstudaginn. Mótið hefst klukkan 10 árdegis og er óhætt að spá góðri og spennandi keppni og veðurspáin er alveg ljómandi góð.