Fara í efni

Framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina

Kynningarefni VMA á framhaldsskólakynningunni
Kynningarefni VMA á framhaldsskólakynningunni

Framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll dagana 16. - 18. mars. 26 framhaldsskólar alls staðar af landinu kynna fjölbreytt námsframboð sitt og 27 iðngreinar taka þátt í Íslandsmótinu. Nemendur, kennarar og náms- og starfsráðgjafar munu svara spurningum um námsframboð, félagslíf, inntökuskilyrði og annað sem gestir vilja vita um nám og störf. Flestar iðngreinar taka þátt í keppninni sem gefur sigurvegaranum rétt á þáttttöku í EuroSkills að ári en nokkrar iðngreinar eru með sýningu á sínu fagi.Það verður mikið líf og fjör í Höllinni þessa þrjá daga þar sem um 7000 grunnskólanemendur alls staðar af landinu munu koma fyrstu tvo dagana til að skoða - prófa og fræðast. 
Laugardagurinn k. 10:00 - 14:00 er Fjölskyldudagur, þá er frítt inn fyrir almenning og eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar til að koma og kynna sér fjölbreytileika iðn- og verkgreina og fjölbreytt námsframboð. 

VMA er með bás á framhaldsskólakynningunni og keppendur í sjúkraliða, rafvirkjun og rafeindavirkjun, málmiðngreinum, hársnyrtiiðn og byggingagreinum á Íslandsmótinu.