Fara í efni

Framhaldsnámskeið í vélgæslu til 24 metra réttinda

Vélgæsla - framhald

Framhaldsnámskeið í vélgæslu til 24 metra réttinda verður haldið við VMA.
Námskeið er í dreifnámsformi, 4 lotur og nemendur vinna verkefni þess á milli.
Loturnar verða síðdegis á föstudögum, frá kl 13 til 18 og laugardögum frá kl. 8 til 16.

Dagsetningar eru:
28.feb og 1. mars
14. og 15. mars
28. og 29. mars
11. og 12. apríl

Skráning og greiðsla námskeiðsgjalda er á skrifstofu VMA sem er opin frá 8 til 15 alla virka daga.
Verð með námskeiðsgögnum: 85.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri tæknisviðs, Baldvin Ringsted sími 464 0313
eða netfang baldvin@vma.is

Athugið: Námskeiðið er aðeins fyrir þá sem lokið hafa grunnnámskeiði í vélgæslu