Fara efni  

Frslufundur fyrir foreldra um httur netsins

Frslufundur fyrir foreldra um httur netsins
rds Elva orvaldsdttir.

Í dag, fimmtudaginn 26. mars, verður Þórdís Elva Þorvaldsdóttir með fyrirlestur kl. 17:30 í stofu M01 í VMA (gengið inn að norðan) sem hún nefnir  „Sexting, hefndarklám og netið“. Fyrirlesturinn í dag er ætlaður fyrir foreldra og forráðamenn framhaldsskólanema og er samstarfsverkefni foreldrafélaganna í VMA og MA. 

Í fyrramálið kl. 08:30 til 09:40 mun Þórdís Elva einnig bjóða upp á fræðslu í stofu M01 fyrir þá nemendahópa sem geta komið og tekið þátt. 

Í fyrirlestri sínum fjallar Þórdís Elva um öryggi barna og unglinga í stafrænum samskiptum en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ganga nektarmyndir af íslenskum börnum manna á milli á netinu en lögreglunni hefur reynst erfitt að bregðast við vandamálinu. Dreifingin er stjórnlaus og netið gleymir engu. Sexting (að skiptast á nektarmyndum) meðal barna og unglinga eykur á vandann.

Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og allir foreldrar skólans eru hvattir til að mæta á hann. Fyrirlesturinn er hluti af átaki sem er styrktur af Vodafone.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er m.a. höfundur verðlaunamyndanna „Fáðu já!“ og „Stattu með þér!“ sem notaðar eru í kennslu í grunnskólum landsins. 


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.