Fara í efni

Fræddust um arabísku og hieroglyph

Glímt við hieroglyph og arabískt letur
Glímt við hieroglyph og arabískt letur

Eitt af því sem nemendur í listasögu þurfa að kunna skil á er hvernig letur hefur þróast í tímans rás.  Myndletur Forn-Egypta var kallað “hieroglyph” og það var rétt eins og latneska letrið, sem Vesturlandabúar og fleiri nota, ritað frá vinstri til hægri. Arabíska letrið er hins vegar skrifað frá hægri til vinstri.

Í listasögutímum í VMA í síðustu viku sýndi Reem Almohammad, sem er frá Sýrlandi, samnemendum sínum í VMA arabísk tákn. Fróðlegt var að bera saman okkar latneska stafróf við arabíska stafrófið og “hieroglyph”-stafrófið.

Verkefni dagsins hjá listasögunemendunum var að skrifa niður – og teikna – þessar þrjár ólíku stafagerðir og skrifa síðan nöfnin sín með báðum þessum framandi leturtáknum.