Fara í efni

Frá skólanum vegna COVID-19

Ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis hefur virkjað hættustig almannavarna vegna COVID-19. Er þetta gert bæði vegna þess að ekkert lát er á hópsýkingu af völdum veirunnar ytra, þá sérstaklega í Evrópu, og að veiran hefur nú verið staðfest hér á landi. Þeir sem hafa verið á ferðalagi á skilgreindum hættusvæðum skulu fylgja ráðleggingum til ferðamanna m.a. um heimasóttkví, sem gefnar eru út af Embætti landlæknis. Handþvottur er mikilvægasta sýkingavörnin og búið er að koma upp handspritti víðsvegar um skólann, sem og leiðbeiningum um hvernig draga megi úr sýkingahættu. Vakin er athygli á viðbragðsáætlun skólans

Hér má nálgast grunnupplýsingar til ungmenna vegna COVID-19.

VMA hvetur nemendur og starfsfólk til að kynna sér upplýsingar og fylgja ráðleggingum landlæknisembættisins.