Fara í efni

Frá námsráðgjöfum

Næstkomandi fimmtudag þann 29. apríl 2021 kl. 11.00-12.00 bjóða námsráðgjafar upp á námskeið í prófundirbúningi og próftöku. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn google meet. Farið verður yfir hvernig haga má undirbúningi fyrir próf, minnistækni, tímaáætlun og próftækni.

Nemendur þurfa að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á helgajul@vma.is eða svava@vma.is. Skráningu lýkur á hádegi miðvikudaginn 28. apríl.

Í kjölfarið fá nemendur sendan link á fundinn.

Með kveðju,

Svava Hrönn og Helga Náms- og starfsráðgjafar