Fara í efni

Flott sýning hársnyrtinema á Glerártorgi

Frá sýnngunni á Glerártorgi.
Frá sýnngunni á Glerártorgi.

Gleðin var allsráðandi á Glerártorgi á Akureyri í gærkvöld þegar tíu brautskráningarnemar í hársnyrtiiðn við hársnyrtideild VMA sýndu hvað í þeim býr. Tíu nemendur, greiddu, klipptu og förðuðu sín módel frá kl 18 til 20 og að því loknu gengu nemarnir með módelum sínum um ganga Glerártorgs. Þessi hátíð var liður í dagskrá Glerártorgs á Dömulegum dekurdögum.

Nemendur undirbjuggu sýninguna af kostgæfni og útkoman var glæsileg. Halldór Jónsson heildverslun styrkti sýninguna og lagði nemendum til Sebastian vörur.

Hilmar Friðjónsson kennari var með myndavélina á lofti og tók fjölda fínna ljósmynda:

Myndaalbúm 1
Myndaalbúm 2