Fara í efni  

Flott "Foreldrabođ" matvćlabrautar

Flott
Nemendur matvćlabrautar undirbúa veisluna.
Nemendur og kennararar matvćlabrautar VMA buđu í gćrkvöld til svokallađs „Foreldrabođs“, sem er árlegur viđburđur í starfsemi brautarinnar. Bođiđ var upp á dýrindis ţriggja rétta málsverđ ađ hćtti hússins – landsins bestu veitingastađir hefđu getađ boriđ höfuđiđ hátt fyrir slíka frammistöđu!

Nemendur og kennararar matvælabrautar VMA buðu í gærkvöld til svokallaðs „Foreldraboðs“, sem er árlegur viðburður í starfsemi brautarinnar. Boðið var upp á dýrindis þriggja rétta málsverð að hætti hússins – landsins bestu veitingastaðir hefðugetað borið höfuðið hátt fyrir slíka frammistöðu!

„Foreldraboð“ vísar til þess að nemendur matvælabrautar bjóða foreldrum sínum til kvöldverðar. Ekki fór á milli mála að krakkarnir lögðu sig fram um að gera kvöldið eftirminnilegt með bæði góðum mat og góðri þjónustu – undir dyggri leiðsögn kennara matvælabrautar.

„Foreldraboð“ er árlegur viðburður í skólastarfinu þar sem nemendum fá kærkomið tækifæri til þess að undirbúa og standa að veislu – matreiða og reiða fram eftir kúnstarinnar reglum. Maturinn var matreiddur í eldhúsi matvælabrautar og reiddur fram í Gryfjunni.

Á þríréttuðum matseðli í gærkvöld var í forrétt grænmetismauksúpa með nýbökuðu brauði og smjöri, í aðalrétt voru hægeldaðar grísalundir með „hasselback“-kartöflu, gljáðum gulrótum og rjómasveppasósu og í eftirrétt var Tiramisu „ítölsk“ ostakaka.

Fannar Ingi Sveinsson, nemendi á matvælabraut, bauð gesti velkomna og það sama gerði Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari. Hann sagði nám á matvælabraut vera gott og hagnýtt, sem nýttist öllum nemendum,  hvort sem þeir kysu í framhaldi af grunnnáminu að halda áfram námi á þessu sviði  eða velja einhverja aðra námsleið.

Hjalti Jónsson, sálfræðingur og kennari við VMA og auk þess stórtenór, steig á stokk og söng tvö lög fyrir gesti og Gunnar Möller, einnig kennari við skólann, söng gamlan matvælabrautarbrag.

Að borðhaldi loknu bað Hugrún Sigmundsdóttir, móðir eins nemanda á matvælabraut, um orðið og þakkaði fyrir frábært kvöld. Hún lét þess getið að sonur hennar hafi áður en hann fór á matvælabraut VMA verð með heldur þrönga sýn á mat – þar sem pizzan hafi verið í öndvegi. Auk þess að tileinka sér eldamennsku og margt fleira gagnlegt fyrir lífið, hafi hann einnig lært á matvælabraut að kunna að meta fjölbreyttan og góðan mat. Fyrir það vildi hún þakka sérstaklega.

Myndir úr Foreldraboðinu má sjá með því að smella á eftirfarandi hlekki:

http://www.myalbum.ca/Album=ISOS84HO

og

https://plus.google.com/u/1/photos/115806405064920744423/albums/5858064430672906113 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00