Fara í efni  

Fjórfaldur Evrópumeistari og setti heimsmet!

Fjórfaldur Evrópumeistari og setti heimsmet!
Sóley Margrét Jónsdóttir á EM í Pilsen í dag.

Sóley Margrét Jónsdóttir, sjúkraliđanemi á öđru ári í VMA og kraftlyftingakona í Kraftlyftingafélagi Akureyrar, varđ í dag Evrópumeistari í +84 kg flokki stúlkna í kraftlyftingum á EM í Pilsen í Tékklandi. Ekki nóg međ Evrópumeistaratitilinn, hún setti heimsmet í sínum flokki í hnébeygju, lyfti 265,5 kílóum. Hún átti ágćta lokatilraun í réttstöđulyftu viđ 217 kg sem hefđi einnig fćrt henni heimsmet í samanlögđu, en ţađ gekk ekki upp í dag.

Auk heimsmetsţyngdarinnar í hnébeygju lyfti Sól­ey Margrét í dag 155 kg í bekkpressu og 200 kg í rétt­stöđulyftu, sam­an­lagt 620,5 kg. Hún vann til gullverđlauna í öllum ţremur flokkum kraftlyftinga og ađ sjálfsögđu einnig í samanlögđu, sem sagt fjórfaldur Evrópumeistari í dag og setti ţar ađ auki heimsmet.

Sóley Margrét ţekkir vel ađ vera á hćsta ţrepi á stórmótum, ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem hún fagnar Evrópumeistaratitli í sínum aldurs- og ţyngdarflokki.

Hreint frábćr árangur hjá Sóleyju Margréti, innilega til hamingju!


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00