Fara í efni

Fjör á dimmision

Skrautlegir útskriftarnemar í morgunsárið.
Skrautlegir útskriftarnemar í morgunsárið.
Þeir voru skrautlegir í meira lagi nemendurnir á síðasta ári í VMA sem dimmiteruðu í morgun. Ljóst er að nemendur hafa lagt mikið í búningana og þeir skemmtu sér hið besta.

Þeir voru litskrúðugir í meira lagi búningarnar sem útskriftarnemendur í VMA skrýddust þegar þeir dimmiteruðu í morgun. Á annað hundrað nemendur voru mættir í skrautlegum búningum - bæði nemendur sem útskrifast í vor og einnig nemendur sem útskrifast um næstu jól.

Nemendur voru mættir við VMA eldsnemma í morgun og deildu sér niður á nokkra vagna og óku síðan um bæinn og vöktu kennara sína. Að þessum hringakstri loknum lá leiðin aftur í skólann þar sem brugðið var á leik með ýmsum hætti – á göngum skólans og síðan í Gryfjunni.

Hilmar Friðjónsson, kennari,  var mættur á morgunvaktina árla morguns og fylgdi krökkunum eftir. Hér má sjá skemmtilegar myndir sem hann tók í morgun.

https://plus.google.com/photos/115806405064920744423/albums/5870314022636072881?banner=pwa 

Og hér eru fleiri myndir sem Óskar Þór Halldórsson tók í VMA í morgun.

http://www.myalbum.ca/Album=JOXDSW3H