Fara í efni  

Fjölsótt málţing um málefni ungs fólks: Samvera međ foreldrum besta forvörnin

Fjölsótt málţing um málefni ungs fólks: Samvera međ foreldrum besta forvörnin
Pallborđiđ á málţinginu í Hofi í gćr.

Málţing um málefni ungs fólks í Menningarhúsinu Hofi í gćr međ yfirskriftinni Unga fólkiđ okkar – hvert erum viđ ađ stefna? var afar vel sótt, líklega um tvö hundruđ manns, og sköpuđust áhugaverđar og gagnlegar umrćđur. Ađ málţinginu stóđu framhaldsskólarnir á Akureyri, Lögreglan á Akureyri, FÉLAK – félagsmiđstöđvar Akureyrarbćjar og Akureyrarbćr – samfélagssviđ.

Framsögu á málţinginu höfđu Hildur Bettý Kristjánsdóttir, formađur frístundaráđs Akureyrar, Margrét Lilja Guđmundsdóttir, sérfrćđingur frá Rannsókn og greiningu, Halla Bergţóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Akureyri og Jón Áki Jensson, geđlćknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ađ loknum framsöguerindum tóku viđ pallborđsumrćđur og ađ ţví loknu hafđi Lögreglan á Akureyri til sýnis tćki og tól sem tengjast neyslu og starfsmenn Ungmennahúss og FÉLAK kynntu starfsemi sína.

Á málţinginu kom skýrt fram ađ mikill meirihluti ungmenna eru til mikillar fyrirmyndar og ţrátt fyrir ađ oft sé rćtt um áfengisneyslu ungmenna kom fram ađ hvergi í heiminum er unglingadrykkja minni en hér á landi. Hins vegar komu fram áhyggjur af veipi, ný könnun međal framhaldsskólanema sýnir ađ 23% ţeirra veipa daglega. Einnig kom fram ađ foreldrar hafa langmest áhrif á líđan ungmenna, ţeim mun meiri sem samvera foreldra og barna ţeirra er, ţeim mun minni líkur eru á ađ ţau leiđist út í neyslu. Samvera foreldra og barna er ţví, ađ mati ţeirra sem um máliđ fjölluđu á málţinginu, ótvírćtt lykilatriđi í ţessum efnum.

Í pallborđsumrćđunum var m.a. rćtt um forvarnir og hvernig Akureyrarbćr og framhaldsskólarnir í bćnum geti styrkt forvarnastarf sitt og komiđ á framfćri frćđslu til stuđnings viđ foreldra.

 

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00