Fara í efni

Fjölmenni á opnu húsi á listnáms- og hönnunarbraut

Þrívíddarverkið vakti verðskuldaða athygli.
Þrívíddarverkið vakti verðskuldaða athygli.

Sem endranær var margt um manninn á opnu húsi á listnáms- og hönnunarbraut VMA í gærkvöld, þar sem nemendur sýndu afrakstur vinnu sinnar á haustönn. Óhætt er að segja að listaverkin sem voru til sýnis séu fjölbreytt og af ýmsum toga. Og þrívíddarverkið sem nemendur gerðu með Hallgími S. Ingólfssyni kennara vakti verðskuldaða athygli.

Hér eru myndir sem Hilmar Friðjónsson tók á opnu húsi.