Fara í efni

Fjölmenni á opnu húsi

Listnáms- og hönnunarbraut VMA bauð til opins húss í skólanum i gærkvöld og gaf þar að líta afrakstur vinnu nemenda á þessari önn. Óhætt er að segja að sýningin hafi verið sérlega fjölbreytt og skemmtileg og ánægjulegt var að sjá hversu margir lögðu leið sína í skólann í gærkvöld til þess að sjá vinnu nemenda.

Hér má sjá myndir sem voru teknar á opna húsinu.