Fara í efni

Fjölbreytt lokaverkefni vélstjórnarnema

Túrbínan sem Óðinn Arngrímsson hannaði og smíðaði.
Túrbínan sem Óðinn Arngrímsson hannaði og smíðaði.
Á sl. vori var í fyrsta skipti tekin upp sú nýbreytni í vélstjórnarnáminu að útskriftarnemar þurftu að vinna lokaverkefni. Þetta gaf góða raun og mörg athyglisverð verkefni litu dagsins ljós. Útskriftarnemar í ár þurftu sömuleiðis að vinna lokaverkefni og þeir kynntu þau á dögunum.

Á sl. vori var í fyrsta skipti tekin upp sú nýbreytni í vélstjórnarnáminu að útskriftarnemar þurftu að vinna lokaverkefni. Þetta gaf góða raun og mörg athyglisverð verkefni litu dagsins ljós. Útskriftarnemar í ár þurftu sömuleiðis að vinna lokaverkefni og þeir kynntu þau á dögunum.

Fjórtán nemendur stefna á útskrift annars vegar núna í maí og í desember nk. og unnu þeir allir lokaverkefni, sem hér segir:

Brynjar Þór Ingjaldsson, Sigurjón Hilmar Jónsson og Guðmundur Ragnar Pálsson:
Gerðu úttekt á nýtingu varmadælu fyrir sumarbústaðahverfi.

Óðinn Arngrímsson:
Hannaði og smíðaði vatnstúrbínu sem Neyðarlínan hefur keypt.

Ívar Dan Arnarsson og Þorlákur Sigurðsson:
Hönnuðu og smíðuðu svokallaða Tesla-túrbínu.

Kristján Friðrik Eiðsson  og Sigurður Ketill Skúlason:
Hönnuðu og smíðuðu vatnseimara – til þess að eima vatn úr sjó. Aðrir möguleikar til nýtingar á tækinu verða skoðaðir.

Björgvin Valdimarsson og Lárus Reynir Halldórsson:
Nýttu þotuhreyfil í gastúrbínu.

Birgir Hólm Þórhallsson og Bjarni Fannar:
Hönnuðu fóðurgang fyrir nautgripi

Brynjar Þór Ingjaldsson:
Hannaði og smíðaði snertifría segulbremsu fyrir túrbínuprófunartæki.

Hákon Blöndal:
Hannar virkjun fyrir sumarbústaði.

Allir nema Hákon Blöndal, sem hefur verið erlendis, kynntu verkefni sín í síðustu viku og tók Hilmar Friðjónsson þessar myndir teknar við það tækifæri.