Fara í efni

Fjölbreytt lokaverkefni á listnáms- og hönnunarbraut

Eitt af lokaverkefnunum.
Eitt af lokaverkefnunum.

Lokaverkefni nemenda á listnáms- og hönnunarbraut voru að þessu sinni unnin við óvenjulegar aðstæður, eins og gefur að skilja. Leiðbeinendur nemenda við lokaverkefnin, Björg Eiríksdóttir og Helga Björg Jónasardóttir, voru í rafrænum samskiptum við nemendur við vinnslu verkefna þeirra eftir að samkomubannið hófst 16. mars sl. og nemendur kynntu síðan verk sín í skólastofu í VMA sl. föstudag fyrir kennurum á listnáms- og hönnunarbraut sem prófdæmdu verkin.

Að þessu sinni var ekki unnt að efna til sýningar á lokaverkefnunum í Ketilhúsinu, í samstarfi við Listasafnið á Akureyri, eins og venja er til. Verkin voru sett upp til sýningar fyrir prófdómara í VMA en ekki í því umhverfi sem nemendur hugsuðu. Hér má sjá myndir af nokkrum af lokaverkefnunum. Eins og sjá má eru verkin afar fjölbreytt og taka mið af áhugasviði hvers og eins nemanda – málverk, skúlptúrar, ljósmyndaverk, arkitektúrverk, textílverk o.fl.

Hér er líka lokaverkefni Viktors Huga - í tón- og myndmáli.