Fara í efni

Fjölbreytnin í fyrirrúmi

Síðustu penslaförin fyrir opið hús í gærkvöld.
Síðustu penslaförin fyrir opið hús í gærkvöld.

Óhætt er að segja að fjölbreytnin hafi ráðið ríkjum á opnu húsi listnáms- og hönnunarbrautar VMA í gærkvöld, en slíkt opið hús er fastur liður hjá brautinni í lok annar. Nemendur sýna þar afrakstur vinnu sinnar á önninni. Bæði er um að ræða vinnu nemenda á myndlistarkjörsviði og textílkjörsviði.

Rétt við innganginn blasti við heitur pottur. Og þegar upp í rými brautarinnar var komið blöstu við verk af ýmsum toga. Akrílmálverkin tóku sig vel út. Sumir voru að gera síðustu lagfæringar á verkum sínum rétt fyrir opnun sýningarinnar. Þarna voru líka skemmtilegar módelmyndir og þemamyndir sem nemendur gerðu út frá sinni tónlistar- og kvikmyndaupplifun í gegnum tíðina. Að ógleymdum sjálfsmyndum.

Fjölbreytnin var sem sagt mikil og gestir, sem voru fjölmargir, nutu þess sem fyrir augu bar.