Fara í efni

Fjölbreytni á lokaverkefnisdegi

Fjölmargir á kynningum vélstjórnarnema í Gryfjunni
Fjölmargir á kynningum vélstjórnarnema í Gryfjunni

Það svífur jafnan skemmtilegur uppskeruandi yfir vötnum á lokaverkefnisdegi undir lok hverrar annar. Svo var einnig í dag þegar brautskráningarnemar á stúdentsprófsbrautum, sjúkraliðabraut, starfsbraut og í vélstjórn kynntu lokaverkefni sín. Fjölbreytnin í verkefnum var mikil og gaman að fylgjast með kynningunum og sjá nemendur uppskera eftir mikla vinnu síðustu vikur og mánuði.

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar af nemendum á stúdentsbrautum og sjúkraliðabraut að kynna verkefni sín og þessar myndir voru teknar á kynningu vélstjórnarnema.