Fara í efni

Fjarnemum hefur fjölgað umtalsvert

Á haustönn stunda 315 nemendur fjarnám í VMA.
Á haustönn stunda 315 nemendur fjarnám í VMA.

Fjarnemum í VMA hefur fjölgað um þrjátíu prósent frá vorönn 2018, að sögn Baldvins B. Ringsted, sviðsstjóra verk- og fjarnáms í VMA.

Heildarfjöldi fjarnema á þessari önn er 315, þar af eru rösklega 80 dagskólanemendur. Baldvin segir að tvær meginástæður séu fyrir því að dagskólanemar velja að taka einnig áfanga í fjarnámi. Annars vegar vilji nemendur flýta fyrir sér í námi með þessum hætti og hins vegar geti þeir tekið áfanga í fjarnámi sem ekki var möguleiki fyrir þá að koma fyrir í stundatöflu í dagskóla.

Kennsla er komin í fullan gang í fjarnámi VMA. Langflestir áfangarnir sem voru í boði í fjarnámi núna á haustönn eru kenndir.